Fjölgun á miðunum er strandveiðar hófust

Talsverð umsvif fylgja strandveiðunum.
Talsverð umsvif fylgja strandveiðunum. mbl.is/áij

Verulega fjölgaði á miðunum í gærmorgun er strandveiðar máttu hefjast.

Hjá Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengust þær upplýsingar að heildarfjöldi báta á sjó hefði nálgast 600 í gærmorgun og það væri 250-300 bátum fleira heldur en þegar strandveiðar væru ekki í gangi.

Veður hamlaði sókn frá nokkrum stöðum í gær. Búast má við að bátum fjölgi á strandveiðum á næstunni og er áætlað að þeir verði alls um 700 í sumar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert