Metfarmar Beitis NK af kolmunna

Beitir NK 123 hefur verið drjúgur á kolmunnanum.
Beitir NK 123 hefur verið drjúgur á kolmunnanum.

Alls komu 3.047 tonn af kolmunna upp úr Beiti NK er skipið landaði á Seyðisfirði í síðustu viku.

Skipið kom í gær með álíka farm til Seyðisfjarðar og er reiknað með að löndun ljúki árdegis í dag.

„Þetta eru án efa stærstu farmar sem íslenskt fiskiskip hefur komið með að landi,“ segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Í janúarmánuði landaði Venus NS 2.861 tonni og var það þá stærsti farmur íslensks skips. Hólmaborgin SU, nú Jón Kjartansson, átti metið lengi vel, en skipið landaði um 2.730 tonnum af norsk-íslenskri síld um aldamótin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert