Vélarnar heita eftir kvenskörungum

Það var Ólafía Þ. Stefánsdóttir sem sendi inn tillöguna sem …
Það var Ólafía Þ. Stefánsdóttir sem sendi inn tillöguna sem varð fyrir valinu.

Bombardier flugvélar Flugfélags Íslands munu skarta nöfnum þekktra kvenskörunga frá fyrstu árum Íslandsbyggðar.  Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar nafn fyrstu  flugvélarinnar var afhjúpað.

Fyrsta vélin fékk nafnið Auður djúpúðga. Hin fjögur nöfnin sem aðrar flugvélar Flugfélags Íslands munu skarta eru Arndís auðga, Hallgerður langbrók, Þuríður sundafyllir og Þórunn hyrna.

Efnt var til nafnasamkeppni meðal almennings í tilefni af komu flugvélanna hingað til lands og bárust tæplega 6.000 tillögur. Sérstök dómnefnd var skipuð til að fara yfir tillögurnar og eftir mikla yfirlegu og vangaveltur var ákveðið að verðlauna tillögu um að nefna fyrstu fimm vélarnar eftir þekktum kvenskörungum frá fyrstu árum Íslandsbyggðar.

Það var Ólafía Þ. Stefánsdóttir sem sendi inn tillöguna sem varð fyrir valinu. Ólafía býr á Seyðisfirði, og flaug í boði Flugfélagsins til Reykjavíkur til að vera við athöfnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert