Haraldur hárfagri og Embla halda áfram för í dag

Embla hin hraðskreiða heldur frá Færeyjum í dag.
Embla hin hraðskreiða heldur frá Færeyjum í dag.

Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri siglir væntanlega úr höfn í Færeyjum í dag, á leið sinni til Íslands og áfram til N-Ameríku. Sökum slæms sjóveðurs hefur skipið legið við bryggju í Þórshöfn og áhöfnin beðið átekta.

Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er reiknað með að víkingaskipið komi til hafnar í Reykjavík næstkomandi þriðjudag, ef siglingin til Íslands gengur að óskum.

Hraðskipið Embla hefur einnig orðið að bíða veðrið af sér í Færeyjum síðustu daga og hyggur á áframhaldandi siglingu í dag, áleiðis til Gautaborgar í Svíþjóð, með viðkomu á Hjaltlandseyjum og í Noregi. Alls er leiðin frá Reykjavík til Gautaborgar 1.200 sjómílur og eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur opnum báti af þessari gerð ekki áður verið siglt jafn langa leið á jafn skömmum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert