Hyggjast ganga úr myrkri í ljós

Gengið verður frá höfuðstöðvum KFUM og KFUK.
Gengið verður frá höfuðstöðvum KFUM og KFUK. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Ákveðið hefur verið að halda fyrstu „Darkness into Light“ göngu Pieta á Íslandi aðfaranótt 7. maí næstkomandi.

Þar verður gengin 5 kílómetra leið úr næturmyrkri inn í dagrenningu, úr myrkri í ljós, til fjáröflunar hjálparmiðstöðvar sjálfsvíga og sjálfsskaða. Einnig verður gengið til að minnast þeirra sem hafa farið úr sjálfsvígi og fyrir þá sem hafa öðlast von, segir í tilkynningu.

Gangan hefst aðfaranótt 7. maí kl. 04:00 við húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg í Laugardal. Pieta Ísland hyggst stofna hjálparmiðstöð fyrir sjálfsvíg og sjálfsskaða sem þátttakendum gefst tækifæri til að styrkja. Þátttökugjald í gönguna er 3.500 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka