Opnar leikvöllinn fyrir ný andlit

Guðmundur Ari Sigurjónsson segir Samfylkinguna þurfa nýtt andlit og nýja …
Guðmundur Ari Sigurjónsson segir Samfylkinguna þurfa nýtt andlit og nýja rödd. Mynd/Aðsend

Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, sem lýsti yfir framboði til formanns Samfylkingarinnar í lok mars, er sáttur við þá ákvörðun Árna Páls Árnasonar formanns flokksins að hætta við að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu.

„Ég held að þetta sé bara mjög jákvætt og að þetta opni leikvöllinn fyrir ný andlit til að stíga fram,“ segir Guðmundur Ari. „Ég held að þetta sé það sem að flokkurinn þarf - að það komi eitthvað nýtt andlit og ný rödd.“

Guðmundur segir að ákvörðun Árna Páls engu að síður hafa komið sér á óvart. „Ég reiknaði ekki með þessu,“ segir hann. Þetta breyti þó óneitanlega kosningabaráttu þeirra sem gefið hafi kost á sér í embætti formanns.

„Ég held að þetta opni svolítið á að það hægt verði að setja allan fókusinn á það að tala um hvert við viljum fara, í stað þess að vera að ræða um hvað hefði mátt gera betur og það tel ég vera mjög jákvætt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert