Nýtrúlofað par leitar að Buster

Buster týndist á Íslandi. Eigendur hans eru búsettir í Kaliforníu …
Buster týndist á Íslandi. Eigendur hans eru búsettir í Kaliforníu og leita nú sárt að Buster. Ljósmynd/Brittany Harmon

Tuskuapinn Buster fór í ferðalag ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í lok apríl. Brittany Harmon og Chad Post eru búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum, ferðuðust til Íslands, meal annars til að elta fossa eins og þau segja frá á Facebook. Ferðin var því full af gleði, en parið trúlofaði sig einnig á meðan það dvaldist á landinu.

Þegar kom að því að halda heim á leið, síðastliðinn sunnudag, týndist Buster hins vegar í hamaganginum sem átti sér stað frá ferðinni frá miðbæ Reykjavíkur að BSÍ og þaðan til Keflavíkur.

Buster hefur mikið tilfinningagildi fyrir Brittany, sem starfar hjá Disney, en hún handsaumaði peysuna hans sjálf og inn í henni má finna allar upplýsingar um Brittany.

Á meðfylgjandi korti má sjá leiðina sem Brittany og Chad fóru í gegnum miðbæinn, Buster gæti leynst þar eða jafnvel í Keflavík.

Hér má sjá Facebook færslu Brittany og henni er hægt að deila:

Finnum Buster!



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert