178 færri ríkisstofnanir

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisstofnunum hefur fækkað um 178 á 24 árum. Árið 1992 voru þær 358 talsins en eru nú 175. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmannsins Katrínar Júlíusdóttur um fjölda ríkisstofnana.

Spurði Katrín hver þróunin hefði verið í fjölda stofnana ríkisins, opinberra hlutafélaga og ríkisfyrirtækja á árunum 1990–2015 og óskaði hún eftir svari sundurliðuðu eftir árum.

Má sjá svarið í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert