Fótbrotinn fyrir ofan flugvöllinn

Hér má sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar að störfum upp við fjallið. …
Hér má sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar að störfum upp við fjallið. Maðurinn er í 350 metra hæð. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Björgunarsveitir voru kallaðar út að Naustahvilft á Ísafirði vegna fótbrotins karlmanns sem þar er staddur.

Óskað hefur verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún er ekki lögð af stað vegna þess erfitt er að komast að manninum.

Naustahvilft er rétt fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði og er mjög bratt þar sem maðurinn er núna.

Samkvæmt fréttatilkynningu Landsbjargar voru björgunarsveitir frá Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík kallaðar út vegna málsins klukkan 20:20 í kvöld en sá slasaði var þá í um 350 m hæð. Um klukkan 22 voru sjúkraflutningamenn sem fóru fyrstir af stað, rétt ókomnir að manninum. Í ljós hefur komið að hann er staddur í klettum og mun þurfa fjallabjörgun með flókinni línuvinnu til að ná honum niður. Því var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en ekki er þó vitað hvort hún geti náð manninum þar sem hann er eða hvort björgunarsveitir þurfi að koma honum neðar í fjallið fyrst.

Um 30 björgunarsveitamenn taka þátt í aðgerðinni auk sjúkraflutningamanna.

Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka