Belgarnir lægstir enn á ný

Stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboðið í útboði dýpkunar …
Stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboðið í útboði dýpkunar í Siglufirði.

Belgíska stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboðið í dýpkun við Bæjarbryggju í Siglufirði, en tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni.

Jan de Nul hefur unnið að dýpkun Landeyjahafnar undanfarin misseri. Belgíska fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 51,3 milljónir. Er það tæpum 22 milljónum undir áætlaðum verktakakostnaði, sem var 73 milljónir.

Björgun ehf í Reykjavík bauð tæpar 70 milljónir í verkið, sem skal vera lokið eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert