Hjóluðu um borgina í spariklæðnaði

Þorgrímur Þráinsson og Ragnhildur Eiríksdóttir í Tweed Ride í dag …
Þorgrímur Þráinsson og Ragnhildur Eiríksdóttir í Tweed Ride í dag en Ragnhildur fékk verðlaun fyrir að vera best klædda konan. mbl.is/Freyja Gylfa

Tweed Ride Reykjavík fór fram í dag í fjórða sinn, en um er að ræða viðburð þar sem þátttakendur hjóla rólega um stræti borgarinnar í spariklæðnaði í anda bresks hefðarfólks, á klassískum, virðulegum borgarhjólum.

Hjólatúrinn hófst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og hjólað var að veitingastaðnum Mat og drykk í Grandagarði þar sem boðið var upp á hressingu. Síðan var haldið áfram í átt að KEX hosteli þar sem verðlaun voru veitt. 

Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar veitti best klædda herramanninum verðlaun, en það var Hróbjartur Guðmundsson. Ragnhildur Eiríksdóttir var valin best klædda daman og hlaut hún verðlaun frá versluninni Geysi. Þá fékk Hróbjartur einnig verðlaun frá reiðhjólaversluninni Berlin fyrir fallegasta hjólið, en Ragnar Jóhannsson fékk verðlaun frá Hendrick's Gin fyrir best uppgerða hjólið. 

Tweed Ride Reykjavík var haldið í fyrsta skipti 16. júní 2012 og tóku um það bil 70 manns þátt. Tilgangurinn var að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur.

Dagur Eggertsson, Eggert Gíslason og Linda Dögg Ólafsdóttir í Tweed …
Dagur Eggertsson, Eggert Gíslason og Linda Dögg Ólafsdóttir í Tweed Ride í dag. mbl.is/Freyja Gylfa
Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stjúri (Sigurðsson).
Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stjúri (Sigurðsson). mbl.is/Freyja Gylfa
Alexander Schepsky.
Alexander Schepsky. Freyja Gylfa
Haukur Þór Lúðvíksson og Eiríkur Sigurðsson.
Haukur Þór Lúðvíksson og Eiríkur Sigurðsson. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert