4 dagar eftir af þinginu

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjórir dagar eru eftir af þingstörfum áður en þingmenn halda í sumarleyfi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segist reikna með að fyrir þann tíma muni ríkisstjórnarflokkarnir reyna að klára ýmis mál sem fyrir liggja í þinginu.

Nefnir hún meðal annars frumvarp um almennar félagslegar íbúðir, frumvarp um húsnæðisbætur og ný húsaleigulög, auk frumvarps um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist búast við átakalítilli viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert