Í allt öðrum veruleika en venjulegt fólk

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi í kvöld Panamaskjölin hafa sýnt það svart á hvítu að tvær þjóðir búi í þessu landi. Ein legði mikið á sig til að ná endum saman en hin byggi í allt öðrum veruleikum.

„Hún hefur aðgang að fólki og fjármagni sem við hin höfum ekki. Tekur lán í erlendri mynt á mun lægri kjörum en aðrir geta nokkurn tíma látið sig dreyma um. Og sumir fara jafnvel með peningana sína í skjól frá íslenskum skattayfirvöldum,“ sagði hún.

En fæst okkar vildum hafa þetta svona.

„Ég held að við viljum flest að fólk geti haft það gott á Íslandi og jafnvel grætt dáldið af peninginum. Og það er ekkert að því að efnast vel.

En á sama tíma viljum við að tækifærin til þess séu jöfn, að það séu ekki til hópar sem fái sérmeðferð. Við viljum að þegar hlutabréf eru boðin út á okkar litla landi hafi allir sömu tækifæri til að fjárfesta, við viljum að þegar fyrirtæki eru seld út úr fjármálastofnunum sé söluferlið gagnsætt og allir eigi jafnan möguleika á að fjárfesta. Það verður ekki fyrr en stjórnvöld og atvinnulífið allt fara undir öllum kringumstæðum að vinna í anda gagnsæis og skýrleika í ferlum, að við getum búist við því að traust fari að skapast á ný í okkar samfélagi,“ nefndi Katrín í ræðu sinni.

Hún beindi sjónum að hópi í samfélaginu sem hún sagði samfylkingarfólk hafa miklar áhyggjur af: Unga fólkinu, sem réttara væri að kalla gleymdu kynslóðina.

Þetta væri fólkið sem stæði til að mynda frammi fyrir því að framhaldsskólinn væri fjársveltur og lokaður fyrir 25 ára og eldri.

Mikil þörf væri fyrir aukna fjármuni í háskólastigið. Þar væri mikið til keyrt á stundakennurum á „lúsarlaunum“. Framfærsla námslána væri of lág og nú ætlaði ríkisstjórnin að fara að hækka vextina og þyngja endurgreiðslubyrðina.

„Hvaða áhrif mun það hafa ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga að afnema tengingu við tekjur fyrir til dæmis leikskólakennara með fimm ára nám á bakinu?“ spurði Katrín.

Næstu kosningar snúist um unga fólkið

Þá væru húsnæðismálin í ólestri. Húsaleigan himinhá, fasteignaverð himinhátt og vaxtabæturnar færu sílækkandi.

Eins hefðu hámarksgreiðslur fæðingarorlofs staðið í stað allt kjörtímabilið með þeim afleiðingum að færri karlar væru að taka orlof og fæðingum hefði fækkað. „Hverjir eiga að standa undir samfélaginu þegar okkar kynslóðir fara á eftirlaun með þessu áframhaldi?“

Jafnaðarmenn vildu fjárfesta í unga fólkinu og því þyrfti að snúa af þessari braut. Brýnt væri að opna framhaldsskólann aftur og tryggja þeim fjármuni, taka upp styrki til framfærslu á háskólastigi en gæta vel að endurgreiðslubyrðinni svo nám borgi sig. Þá þyrfti að grípa til víðtækra aðgerða á húsnæðismarkaði til að tryggja aðgengi að ódýrara leiguhúsnæði sem jafnframt væri öruggt ásamt öflugum stuðningi við leigu og kaup á húsnæði.

„Næstu kosningar verða að snúast um þessa gleymdu kynslóð og ég skora á okkur öll hér inni að taka málefni þeirra föstum tökum, koma okkur upp úr þessum bitru skotgröfum og fortíðarhjakki og fjárfesta í framtíðinni,“ sagði Katrín að lokum.

mbl.is

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Suzuki Grand Vitara árgerð 2006
Eldsneyti / Vél Bensín Akstur 190 þús km 4 strokkar 1.995 cc. Innspýtin...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...