Í allt öðrum veruleika en venjulegt fólk

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi í kvöld Panamaskjölin hafa sýnt það svart á hvítu að tvær þjóðir búi í þessu landi. Ein legði mikið á sig til að ná endum saman en hin byggi í allt öðrum veruleikum.

„Hún hefur aðgang að fólki og fjármagni sem við hin höfum ekki. Tekur lán í erlendri mynt á mun lægri kjörum en aðrir geta nokkurn tíma látið sig dreyma um. Og sumir fara jafnvel með peningana sína í skjól frá íslenskum skattayfirvöldum,“ sagði hún.

En fæst okkar vildum hafa þetta svona.

„Ég held að við viljum flest að fólk geti haft það gott á Íslandi og jafnvel grætt dáldið af peninginum. Og það er ekkert að því að efnast vel.

En á sama tíma viljum við að tækifærin til þess séu jöfn, að það séu ekki til hópar sem fái sérmeðferð. Við viljum að þegar hlutabréf eru boðin út á okkar litla landi hafi allir sömu tækifæri til að fjárfesta, við viljum að þegar fyrirtæki eru seld út úr fjármálastofnunum sé söluferlið gagnsætt og allir eigi jafnan möguleika á að fjárfesta. Það verður ekki fyrr en stjórnvöld og atvinnulífið allt fara undir öllum kringumstæðum að vinna í anda gagnsæis og skýrleika í ferlum, að við getum búist við því að traust fari að skapast á ný í okkar samfélagi,“ nefndi Katrín í ræðu sinni.

Hún beindi sjónum að hópi í samfélaginu sem hún sagði samfylkingarfólk hafa miklar áhyggjur af: Unga fólkinu, sem réttara væri að kalla gleymdu kynslóðina.

Þetta væri fólkið sem stæði til að mynda frammi fyrir því að framhaldsskólinn væri fjársveltur og lokaður fyrir 25 ára og eldri.

Mikil þörf væri fyrir aukna fjármuni í háskólastigið. Þar væri mikið til keyrt á stundakennurum á „lúsarlaunum“. Framfærsla námslána væri of lág og nú ætlaði ríkisstjórnin að fara að hækka vextina og þyngja endurgreiðslubyrðina.

„Hvaða áhrif mun það hafa ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga að afnema tengingu við tekjur fyrir til dæmis leikskólakennara með fimm ára nám á bakinu?“ spurði Katrín.

Næstu kosningar snúist um unga fólkið

Þá væru húsnæðismálin í ólestri. Húsaleigan himinhá, fasteignaverð himinhátt og vaxtabæturnar færu sílækkandi.

Eins hefðu hámarksgreiðslur fæðingarorlofs staðið í stað allt kjörtímabilið með þeim afleiðingum að færri karlar væru að taka orlof og fæðingum hefði fækkað. „Hverjir eiga að standa undir samfélaginu þegar okkar kynslóðir fara á eftirlaun með þessu áframhaldi?“

Jafnaðarmenn vildu fjárfesta í unga fólkinu og því þyrfti að snúa af þessari braut. Brýnt væri að opna framhaldsskólann aftur og tryggja þeim fjármuni, taka upp styrki til framfærslu á háskólastigi en gæta vel að endurgreiðslubyrðinni svo nám borgi sig. Þá þyrfti að grípa til víðtækra aðgerða á húsnæðismarkaði til að tryggja aðgengi að ódýrara leiguhúsnæði sem jafnframt væri öruggt ásamt öflugum stuðningi við leigu og kaup á húsnæði.

„Næstu kosningar verða að snúast um þessa gleymdu kynslóð og ég skora á okkur öll hér inni að taka málefni þeirra föstum tökum, koma okkur upp úr þessum bitru skotgröfum og fortíðarhjakki og fjárfesta í framtíðinni,“ sagði Katrín að lokum.

mbl.is

Innlent »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtóku manninn í Breiðholtinu

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn var hann í miðjum klíðum að reyna að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
Hreinsa þakrennur/ ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Til sölu,háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla,65 bör 360l/klst.ónotuð Fullt af aukahlut...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...