Vilja aðkomu Ólafar Nordal

Eze Okafor.
Eze Okafor. mbl.is

Samtökin No Borders Iceland hafa óskað eftir viðtali við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra vegna máls flóttamannsins Eze Henry Okafor, sem vísað var úr landi í síðustu viku. Eze kom fyrst hingað til lands fyrir um fjórum árum síðan eftir að hafa flúið hryðjuverkasamtökin Boko Haram í Nígeríu.

Frétt mbl.is: Flúði undan Boko Haram til Íslands

Hjalti Hrafn Hafþórs­son, hjá No Bor­ders Iceland, segir að Ólöf sé vön að láta ekkert í sér heyra um mál af þessu tagi heldur reyni hún að gæta hlutleysis. „Það gengur ekki að hún taki ekki ábyrgð á því sem stofnanir undir hennar ráðuneyti gera,“ segir Hjalti.

Staða Eze í Svíþjóð óljós

Hjalti segir samtökin vera í stöðugu sambandi við Eze í Svíþjóð og reyna þau að aðstoða hann við að finna út hvaða lagalegu stöðu hann hefur í landinu. „Hún virðist afar takmörkuð. Það er verið að breyta löggjöfinni þar í landi þannig að flóttamenn þar fá engan stuðning eftir 1. júní,“ segir Hjalti en segir það óljóst hvort senda eigi hann úr landi 1. júní eða ekki. 

Frétt mbl.is: Handteknar í Icelandair-vél

Frétt mbl.is: Hugsanlega ákærðar fyrir flugrán

„Við bíðum eftir að hann hafi samband við lögfræðing í dag. Þetta er allt pínu snúið,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert