Greinir á um Þjóðhagsráð

Forseti ASÍ og framkvæmda- stjóri SA bera saman bækur sínar.
Forseti ASÍ og framkvæmda- stjóri SA bera saman bækur sínar. mbl.is/Árni Sæberg

„Við verðum ekki með fyrr en búið er að leysa báða þættina um efnahagslegan og félagslegan stöðugleika,“ segir viðmælandi í forystu launþegahreyfingarinnar, en ágreiningur er enn uppi um hlutverk Þjóðhagsráðs, sem stofna á í tengslum við Salek-samkomulagið til að greina stöðuna í efnahagsmálum.

Boðað hefur verið til stofnfundar Þjóðhagsráðsins síðar í þessari viku en nú blasir við að enginn fulltrúi launþegasamtaka mun mæta, þar sem hvorki ASÍ né BSRB telja að óbreyttu ástæðu til að taka þátt í störfum ráðsins nema þar verði einnig fjallað um félagslegan stöðugleika. Því eru Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld mótfallin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í ráðinu eiga sæti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Seðlabankans, SA, ASÍ og þeirra opinberu heildarsamtaka sem eiga aðild að Salek-samkomulaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert