Biggest Loser-sigurvegari tekur þátt

Sigurbjörn ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurþaraþoninu í sumar.
Sigurbjörn ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurþaraþoninu í sumar.

Biggest Loser-keppandinn Sigurbjörn Gunnarsson, eða Sibbi, ætlar hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Sigurbjörn hefur ekki ákveðið hvaða málefni hans hyggst styrkja með hlaupinu og á því eftir að setja upp áheitasíðu á netinu.

Fjölskylda Sibba fer með honum í hlaupið, en faðir hans, bróðir og frænkur munu hlaupa með honum. Segir hann undirbúninginn hafa gengið vel.

„Ég hljóp bara inni á bretti í vetur, en var að byrja í hlaupahóp“, segir Sigurbjörn, sem hleypur því utandyra á Akureyri þessa dagana.

Spurður hvernig honum hafi gengið eftir að þáttunum lauk, segir hann sér hafa gengið vel og að allt sé á áætlun, en Sibbi sigraði í heimakeppni þáttanna og missti alls 93,2 kg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert