Ísland hafði getu og vilja

Hagfræðingurinn James K. Galbraith.
Hagfræðingurinn James K. Galbraith. mbl.is/Árni Sæberg

„Íslendingar höfðu getu og vilja til að takast á við erfiðleikana og taka ákvarðanir um til dæmis forgangsröðun krafna í þrotabú föllnu bankanna, þannig að stór hluti vandans lenti á kröfuhöfum. Í Grikklandi var staðan hins vegar allt önnur. Þar féllu skuldbindingarnar allar á grísku þjóðina. Undan því gátu þeir ekki vikist.“

Þetta segir hagfræðingurinn James K. Galbraith í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Aðstæður Grikkja og Íslendinga í efnahagsþrengingum undangenginna ára séu gerólíkar sem skýrist ekki einvörðungu af sjálfstæðri mynt Íslands og veru utan Evrópusambandsins heldur líka getu Íslendinga til að takast á við erfiðleikana, Grikkir höfðu ekki sömu möguleika á að taka ákvarðanir um til dæmis forgangsröðun krafna í þrotabú föllnu bankanna, segir hann.

„Hins vegar má ekki gera lítið úr því að möguleikinn á að geta aðlagað gengi gjaldmiðils er mikilsverður í svona þrengingum. Sama gildir um að geta sett höft á útstreymi gjaldeyris. Þessa átti Grikkland ekki kost,“ segir Galbraith sem er staddur hér á landi. Hann segir Grikkland orðið að nýlendu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert