Dómur yfir forystu ESB

Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu sé söguleg niðurstaða. Hann segir að almenningur hafi ekki látið taumlausan hræðsluáróður ráða för. Niðurstaðan sé dómur yfir forystu ESB.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Davíðs, en hann er á meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í gær. Hann segir að almenningur hafi sent miðstýringarvaldinu í Brussel skýr skilaboð: „Við höfnum sívaxandi afskiptum af innanríkismálum okkar, - við ætlum að endurheimta fullveldi okkar.“

Hann segir að niðurstaðan í Bretlandi sé dómur yfir forystu Evrópusambandsins fyrir óafsakanlegt klúður í málefnum flóttamanna og yfirgengilegum efnahagslegum þrengingum aðildarríkja. 

Hann segir ennfremur, að íbúar Evrópu standi frammi fyrir meiri óvissu en nokkru sinni. Nú velti á að haldið sé af festu á hagsmunum Íslendinga í hinu mikla umróti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert