Framlag til að efla öryggi ferðamanna

Erlendir ferðamenn við Gullfoss
Erlendir ferðamenn við Gullfoss mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu um að styrkja verkefni á sviði innanríkisráðuneytisins um að auka öryggi ferðamanna og annarra vegfarenda.

Samtals verður 178 milljónum króna varið á árinu til að efla löggæslu og þjónustu Vegagerðarinnar auk þess sem styrkt verður hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Löggæsla vegna ferðamanna á helstu ferðamannasvæðum verður efld og Vegagerðin mun bæta merkingar við einbreiðar brýr í tengslum við verkefnið og annast úrbætur við hættuleg gatnamót af eigin rekstrarfé en mun nýta viðbótarframlag til að setja upp lokunarhlið eða efla merkingar þar sem þess er þörf á ýmsum fjall- og hálendisvegum. Kostnaður vegna þess verður um 80 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert