Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs

Map.is kort
Map.is kort Map.is

Harður þriggja bíla árekstur varð á Öxnadalsheiðinni fyrir skemmstu. Lögregla er nú á leið á vettvang frá Akureyri og Sauðárkróki.

Ekkert er vitað um meiðsl á fólki eða nánari tildrög árekstursins að svo stöddu, en að sögn lögreglunnar á Akureyri var áreksturinn harður og verður veginum um Öxnadalsheiðina því lokað um tíma.

Uppfært 11:52 

Einn af þeim sem voru í bílunum slasaðist alvarlega og aðrir minna í árekstrinum á Öxnadalsheiði. Búið er að flytja fólkið til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri að sögn lögreglunnar á Akureyri, sem ekki hefur á þessari stundu tölu yfir hve margir voru í bílunum.

Enn er unnið að rannsókn á vettvangi og verður vegurinn lokaður í að minnsta kosti klukkutíma í viðbót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert