Hyggst snerta hjartastrengi

Burt Bacharach.
Burt Bacharach.

„Tónlist mín er í grunninn mjög hlaðin tilfinningum. Hún er samin frá mínum dýpstu hjartarótum og hún er gerð til þess að láta fólkinu sem hlýðir á hana líða vel,“ segir bandaríski lagahöfundurinn Burt Bacharach í einkaviðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins sem birtist um helgina.

Hann kemur til með að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí en Bacharach er lifandi goðsögn á sviði tónsmíða og hefur samið yfir fimm hundruð lög á sextíu ára ferli sínum. Þá hefur hann meðal annars hlotið átta Grammy-verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun og ein Golden Globe-verðlaun fyrir lög á borð við „Raindrops Keep Fallin’ On My Head“, „I Say A Little Prayer“, „What’s New Pussycat?“ og „There’s Always Something There to Remind Me“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert