Sjómenn undirrita nýjan kjarasamning

Sjómenn höfðu verið samningslausir í fimm ár.
Sjómenn höfðu verið samningslausir í fimm ár. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kjarasamningur Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var undirritaður í gær.

Sjómenn hafa verið samningslausir í rúm 5 ár en viðræður aðila hafa staðið yfir með reglubundnum hætti. Með þessum samningi hefur tekist samkomulag milli aðila.

Kjarasamningurinn er framlenging af núgildandi samningi frá 2009 með þeim breytingum að kauptrygging hækkar frá 1. júní um 23% og verður 288.000. Í samningslok 31. desember 2018 verður kauptryggingin 310.000 kr. Samningurinn fer nú til kynningar meðal samningsaðila og í atkvæðagreiðslu. Hann gildir til loka árs 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert