„Hér bjarga þeir knattspyrnunni“

„Hér bjarga þeir knattspyrnunni,“ segir á vef Dagbladet.
„Hér bjarga þeir knattspyrnunni,“ segir á vef Dagbladet. Skjáskot/Dagbladet.no

„Hér bjarga þeir knattspyrnunni.“ „Stórt íslenskt eldgos vann bresku yfirstéttina.“ „Ekkert er stærra en þetta.“ Svona lýsa norrænir fjölmiðlar sigri Íslands á Englandi á EM nú í kvöld.

Íþróttablað norska dagblaðsins Verdens gang er með stóra mynd á forsíðu af Kára Árnasyni. Textinn á forsíðunni er íslensk þýðing á norska þjóðsöngnum: „Já við elskum þetta land.“ Fyrir ofan stendur að Norðmenn sjái eftir því að hafa gefið Ísland frá sér í hendur Dana árið 1397. „Í dag erum við öll Íslendingar,“ segir blaðið.

Dagbladet tekur í svipaðan streng og segir þar í forsíðufrétt vefútgáfunnar að Íslendingar hafi bjargað knattspyrnunni með kraftaverki sínu í kvöld.

Danska blaðið Politiken, sem áður hefur lýst yfir stuðningi við Ísland á mótinu, líkir íslenska liðinu við eldfjall og segir að við höfum unnið stóran sigur á ensku yfirstéttinni.

Pistlahöfundur Aftenposten segir „ekkert er stærra en þetta,“ í pistli sínum á vef blaðsins í kvöld.

Pistlahöfundur Expressen í Svíþjóð segir líf Lars Lagerbäck nú hafa breyst að eilífu. „Lasse er núna ódauðlegur,“ skrifar höfundurinn.

„Íslenskt eldgos vann bresku yfirstéttina,“ segir í frétt Politiken sem …
„Íslenskt eldgos vann bresku yfirstéttina,“ segir í frétt Politiken sem áður hefur lýst yfir stuðningi við Ísland á EM. Skjáskot/Politiken.dk
„Já við elskum þetta land,“ er íslensk þýðing á þjóðsöng …
„Já við elskum þetta land,“ er íslensk þýðing á þjóðsöng Norðmanna. Mynd/Verdens gang
„Ekkert er stærra en þetta,“ skrifar pistlahöfundur norska blaðsins Aftenposten.
„Ekkert er stærra en þetta,“ skrifar pistlahöfundur norska blaðsins Aftenposten. Skjáskot/Aftenposten
Pistlahöfundur Expressen segir Lars Lagerbäck nú vera ódauðlegan.
Pistlahöfundur Expressen segir Lars Lagerbäck nú vera ódauðlegan. Skjáskot/Expressen.se
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert