Opnað fyrir aðgang að álagningu skatts

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álagning opinberra gjalda einstaklinga vegna tekna á síðasta ári er um mánuði fyrr á ferðinni í ár en vant er og verður skattskráin formlega birt á morgun.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að aðgangur að álagningunni á netinu sé nú þegar opinn á svæði hvers skattgreiðanda. Einstaklingar geta því strax í dag farið inn á sitt vefsvæði á skattur.is og skoðað álagningarseðlana, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Inneign einstaklinga, s.s. vaxtabætur, barnabætur og ofgreidd staðgreiðsla, verður greidd inn á bankareikninga á föstudaginn, 1. júlí nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka