Eignir heimila uxu og skuldir minnkuðu

Heimilin áttu um síðustu áramót fasteignir fyrir 3.277 milljarða kr. …
Heimilin áttu um síðustu áramót fasteignir fyrir 3.277 milljarða kr. og jókst verðmæti þeirra um 8,2% árið 2015. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eignir heimila hér á landi jukust umtalsvert í fyrra samkvæmt skattframtölum á sama tíma og skuldir þeirra minnkuðu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur á yfirliti fjármálaráðuneytisins yfir niðurstöður álagningar ríkisskattstjóra, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Alls töldu heimilin fram eignir upp á 4.535 milljarða kr. á framtölum fyrir síðasta ár og jukust þær um 7,6% frá fyrra ári. Þar vegur aukið verðmæti fasteigna þungt en heimilin áttu um síðustu áramót fasteignir fyrir 3.277 milljarða kr. og jókst verðmæti þeirra um 8,2% á milli ára. Í fyrra fjölgaði íbúðareigendum um 820 frá árinu á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert