Gætu átt von á þrumum og eldingum

Búast má við töluverðri rigningu sums staðar á landinu í …
Búast má við töluverðri rigningu sums staðar á landinu í dag. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Veðurstofan gerir ráð fyrir að norðaustlægar áttir verði ríkjandi næstu daga og að heldur bæti í vind og úrkomu í dag. Þannig verður nær samfelld rigning norðan- og austanlands síðdegis. Á Suður- og Vesturlandi má einnig búast við dembum þegar líður á daginn og gæti þeim jafnvel fylgt þrumuveður.

Sunnan- og vestanlands byggjast smám saman upp allgóðir skúraklakkar með dembum þegar líður á daginn og gæti þeim fylgt þrumur og eldingar, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Í nótt og á morgun má búast við ákveðinni norðan- og norðaustan átt á landinu. Rigningu norðan- og austanlands, en þurrt að mestu sunnan og vestantil á landinu, en skúrir gætu fallið á stöku stað. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands. Um helgina dregur síðan úr vindi og úrkomu, en ekki verður mikil breyting á hitatölunum.

Veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert