Ísland, land laust við ættarnöfn

Franska fjölmiðlinum DirectMatin finnst nafnavenjur Íslendinga sérstakar.
Franska fjölmiðlinum DirectMatin finnst nafnavenjur Íslendinga sérstakar. AFP

Árangur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi hefur að vonum vakið mikla athygli. Dag eftir dag gera franskir fjölmiðlar sér mikið mat úr velgengi Íslands í mótinu. Leita þeir margvíslegra viðfangsefna til að fjalla um eyjuna í norðri og þjóð hennar.

Þannig gerir miðillinn DirectMatin íslenskar nafnareglur að umfjöllunarefni og segir Ísland land laust við fjölskyldunöfn. Og spyr sig hvers vegna nær öll íslensk karlanöfn endi á „son“.
 
„Jafn undarlegt og það nú er þá bera Íslendingarnir, næstu mótherjar hinna bláu frönsku, engin ættarnöfn. Bæta þeir í staðinn viðskeyti við fornafn feðra sinna. Í tilviki stráka er viðskeytið son og hjá stelpum dóttir.

Til dæmis er framherjinn Kolbeinn Sigthorsson sonur Sigthor og fyrirliðinn Aron Gunnarsson er strákurinn hans Gunnars. Og hömlulausi íslenski þulurinn Gudmundur Benediktsson er sonur Benedikts.

Engu að síður eru undantekningar frá þessu leyfðar í þeim tilvikum þar sem fólk ber útlent eftirnafn, svo sem á við um landsliðsmanninn Eidur Gudjohnsen. Hins vegar hafa Íslendingar ekki fullt frelsi með nafngiftir barna sinna. Þeir verða að velja nafn á drengi af lista yfir um 1.700 leyfileg nöfn, og hafa úr að velja 1.850 nöfnum fyrir stúlkur. Vilji þeir skíra barnið öðru nafni en á listunum er að finna verða þeir að sækja um það til Mannanafnanefndar, sem annað hvort samþykkirr erindið eða synjar því,“ segir í umfjölluninni. agas@mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert