Sveinbjörg snýr aftur í borgarstjórn

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, mun snúa aftur til starfa sinna í borgarstjórn í ljósi niðurstöðu úttektar innri endurskoðanda og regluvarðar Reykjavíkurborgar sem gerð var að beiðni forsætisnefndar borgarinnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sveinbjörg Birna hefur sent frá sér. 

Þar segir hún að henni hafi ekki borið að skrá aflandsfélög sem hún tengdist á árunum 2007 til 2009 á skrá um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa eða innherjaskrá, enda hafi þau verið afskráð á árinu 2009 til 2010. Á þessum tíma var Sveinbjörg Birna með lögheimili og skattalegt heimilisfesti í Lúxemborg. 

Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: 

Innri endurskoðandi og regluvörður Reykjavíkurborgar hafa nú lokið úttekt sinni að beiðni forsætisnefndar borgarinnar.

Ekki bar að skrá tengsl við aflandsfélög.

Í úttekt innri endurskoðanda og regluvarðar er staðfest að mér hafi ekki borið að skrá aflandsfélög sem ég tengdist á árunum 2007-9 á skrá um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa eða innherjaskrá, enda hafi þau verið afskráð á árinu 2009-10. Á árunum 2009-10 var ég með lögheimili og skattalegt heimilisfesti í Luxembourg. 

Nauðsyn til að tilkynna á tveimur stöðum.

Í úttekt innri endurskoðanda og regluvarðar kemur fram að á árinu 2014 hafi ég í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti tilkynnt regluverði um þrjú nánar tiltekin einkahlutafélög sem fjárhagslega tengda aðila. Aftur á móti hafi mér jafnframt borið að tilkynna um tengsl mín við umrædd félög á skrá þeirri sem skrifstofa borgarstjórnar heldur um fjárhagslega hagsmuni.

Ekki brotið gegn sveitarstjórnar- og stjórnsýslulögum.

Í úttekt innri endurskoðanda og regluvarðar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi ekki átt nein viðskipti við félög sem mér hafi borið að telja til fjárhagslega tengdra aðila. Niðurstaða þeirra er því að ég hafi ekki brotið sveitarstjórnar- eða stjórnsýslulög. 

Breytingar á hagsmunaskráningu annarra borgarfulltrúa og brot á siðareglum

Í svarbréfi skrifstofu borgarstjórnar til forsætisnefndar 16. júní sl. var hafnað að veita upplýsingar um þá borgarfulltrúa sem hefðu breytt skráningu sinni á fjárhagslegum hagsmunum í kjölfar þess að forsætisnefnd óskaði eftir úttekt innri endurskoðanda og regluvarðar. Í þeirri úttekt sem nú liggur fyrir er bent á að tilefni geti verið til að skoða skráningu fjárhagslegra hagsmuna annarra borgarfulltrúa enda sýna gögn að breytingar hafa verið gerðar frá því að óskað var eftir úttektinni og þá hefur umboðsmaður borgarbúa með áliti sínu 3. júní sl. staðfest brot kjörinna fulltrúa á 2. gr. siðareglna borgarinnar. 

Í ljósi niðurstöðu úttektarinnar mun ég snúa aftur til fyrri starfa minna í borgarstjórn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert