Verðmæti afla dregst saman um fimmtung

Aflaverðmæti hefur dregist saman frá því í mars í fyrra. …
Aflaverðmæti hefur dregist saman frá því í mars í fyrra. Myndin er úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Minni botnfisk- og uppsjávarafli þýðir að aflaverðmæti íslenskra skipa dróst saman um 21% í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Aflaverðmætið nam rúmum 15,1 milljarði króna en í mars í fyrra var það 19,2 milljarðar. Undanfarið ár nemur verðmæti aflans tæpum 143 milljörðum króna.

Verðmæti botnfiskafla nam 10,4 milljörðum í mars sem er 2,8 milljörðum minna en í mars 2015, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmæti uppsjávarafla dróst saman um rúm 25%, nam 3,8 milljörðum samanborið við 5,1 milljarð í mars 2015.

Aflaverðmæti á tólf mánaða tímabili frá apríl 2015 til mars 2016 nam tæpum 143 milljörðum króna sem er 4,5% samdráttur miðað sama tímabil ári fyrr. Á þessu tímabili hefur verðmæti botnfiskafla aukist um 4,8%, flatfiskafla um 43,5% en á móti hefur verðmæti uppsjávarafla dregist saman um tæp 35%.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um verðmæti aflans í mars í frétt á vef Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert