Ekki allir sáttir við Fossvogsbrúna

Líklega yrði brúin frá vesturenda Kársnessins yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar.
Líklega yrði brúin frá vesturenda Kársnessins yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar.

Ákveðið hefur verið að skipa í starfshóp til að sjá um gerð umhverfismats og deiliskipulags vegna brúar yfir Fossvog á milli Reykjavíkur og Kópavogs.

Tillögur um þetta voru samþykktar á fundum borgarstjórnar og bæjarstjórnar Kópavogs í júnímánuði, en hópurinn verður skipaður tveimur fulltrúum frá hvorum aðila, auk tveimur frá Vegagerðinni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kostnaður vegna hundrað metra langrar hjóla- og göngubrúar er áætlaður 640 milljónir króna, með 20% álagi vegna ófyrirséðra atvika og óvissu. Eigi brúin aftur á móti að spanna allt bilið, án nokkurra uppfyllinga, myndi það kosta 950 milljónir króna. Dýrasti kosturinn er metinn á 1.250 milljónir króna, en þá er gert ráð fyrir umferð strætisvagna á brúnni, ásamt gangandi vegfarendum og hjólandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert