Engin ákvörðun tekin um fálkaorðu

Íslenska liðið þakkar áhorfendum stuðninginn á Stade de France. Engin …
Íslenska liðið þakkar áhorfendum stuðninginn á Stade de France. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að veita leikmönnunum fálkaorðu. AFP

Engin ákvörðun hefur verið tekin um að veita íslensku landsliðsmönnunum fálkaorðu eftir frammistöðu þeirra á Evrópumótinu í Frakklandi.

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Orðunefnd hefur ekki komið saman. Þeir eiga auðvitað gott skilið. Miklir heiðursmenn þjóðarinnar, elskaðir og dáðir fyrir sín miklu og einstöku afrek,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar, í samtali við mbl.is.

„Það eru margir sem nefna þetta á förnum vegi og senda manni skilaboð og pósta. Þjóðin elskar þá út af lífinu og finnst að þeir eigi allan æðsta heiður skilið.“

Það er því ljóst að íslensku leikmönnunum verður ekki veitt fálkaorða jafn skjótt og handboltalandsliðinu eftir Ólympíuleikana 2008. Guðni segir einfaldlega að þetta muni koma í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert