„Þetta er rétt að byrja“

Nokkrir kranar standa uppi við nýbyggingar í Urriðaholti í Garðabæ. …
Nokkrir kranar standa uppi við nýbyggingar í Urriðaholti í Garðabæ. Er þetta orðin algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Byggingarkrönum hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár og á fyrri hluta þessa árs hefur Vinnueftirlitið skoðað 157 krana, en þeir voru 165 á fyrri hluta árs árið 2007.

Er það aukning frá því sem var fyrri hluta árs í fyrra þegar 137 byggingarkranar voru skoðaðir af Vinnueftirlitinu og 319 á árinu í heild. Einungis fóru fleiri kranar í skoðun hjá Vinnueftirlitinu árið 2007 eða 364.

Árni Jóhannsson, forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir að þrátt fyrir fjölgun krana sé uppbygging í landinu á upphafsstigum. „Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á árunum fyrir hrun að uppbygging innviða er ekki hafin af neinu viti. Fyrir utan Þeistareyki og Búrfellsvirkjun er ekkert í gangi hjá hinu opinbera. Allt var á fleygiferð á vegum hins opinbera fyrir hrun. Það er ekki svo núna. Uppbyggingin er studd af einkageiranum,“ segir Árni Jóhannsson í umfjöllun um umsvif í byggingargeiranum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert