Leggja til 78% fyrir fullt starf

Halldór Halldórsson borgarfulltrúi í ræðustóli í ráðhúsi Reykjavíkur.
Halldór Halldórsson borgarfulltrúi í ræðustóli í ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent öllum sveitarstjórnum í landinu „leiðbeinandi viðmið“ um kjör sveitarstjórnarmanna, þar sem miðað er við að þeir sem eru í fullu starfi sem sveitarstjórnarmenn, fái 78% þingfararkaups.

Þingfararkaup er nú 763 þúsund krónur og 78% þeirrar upphæðar er 595 þúsund krónur. „Það eru einungis 15 sveitarstjórnarmenn sem eru í fullu starfi, en það eru borgarfulltrúarnir í Reykjavík,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifaði grein á heimasíðu sambandsins í fyrradag, undir fyrirsögninni Starfsumhverfi sveitarstjórnarmanna. Í grein Karls kom fram að ofangreind leiðbeinandi viðmið, sem öll sveitarfélög í landinu ráða hvort þau fara eftir, eru m.a. gerð vegna þess að sambandið hefur áhyggjur af því hversu mikil endurnýjun verði í sveitarstjórnum í sveitarstjórnarkosningum og skýrir það m.a. með því að kjör sveitarstjórnarmanna séu líklega aðalástæðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert