Talsmenn kennara undrast úrskurð kjararáðs

Talsmaður kennara segir að ekki sé hægt að taka einn …
Talsmaður kennara segir að ekki sé hægt að taka einn hóp út fyrir og segja að hann eigi að fá meiri hækkun en aðrir. mbl.is/Golli

Nýlegur úrskurður kjararáðs um hækkun launa hjá nokkrum forstöðu- og nefndarmönnum hjá hinu opinbera gæti sett kjaraviðræður opinberra starfsmanna í uppnám.

Kjarasamningur grunnskólakennara rann út í maí og kjarasamningur framhaldsskólakennara rennur út nú í október. Það er því ljóst að harðar kjaraviðræður eru framundan, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir ákvörðun kjararáðs furðulega og þvert á það sem aðrir aðilar á vinnumarkaði hafi verið að semja um. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir úrskurðinn gefa tóninn fyrir komandi viðræður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka