Stýrivextir ekki of háir hér

Már Guðmundsson segir að stýrivextir séu ekki of háir.
Már Guðmundsson segir að stýrivextir séu ekki of háir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að vaxtastig hér á landi sé ekki of hátt, miðað við hagvaxtar- og verðbólguhorfur. Hann segir að nýja reglan um bindingu reiðufjár vegna innstreymis nýs erlends gjaldeyris „svínvirki“.

„Enginn snýr við peningastefnunni í blindni, eftir eitthvert mat á jafnvægisvöxtum. Það kemur ekki í ljós fyrr en síðar meir hverjir þeir voru á hverjum tíma,“ segir Már í samtali í  Morgunblaðinu í dag.

Már segir að nýja reglan um bindingu reiðufjár, vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, svínvirki. Hann segir það staðreynd að innstreymi erlends gjaldeyris inn á skuldabréfamarkaðinn, hafi algjörlega stöðvast, eftir að Seðlabankinn hóf að beita þessari reglu og vaxtamunarviðskiptin hafi stöðvast og þar með hafi bitið í peningastefnunni, að því leytinu til, aukist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert