Haraldur hefur lokið keppni

Haraldur Holgersson á heimsleikunum.
Haraldur Holgersson á heimsleikunum. Ljósmynd/Berglins Sigmundsdóttir

Haraldur Holgersson hefur lokið keppni á heimsleikunum í crossfit. Í dag keppti hann í síðustu þraut sinni, þar sem keppt var í svo­kölluðum „muscle ups“, þar sem kepp­end­ur fara úr hang­andi stöðu upp í djúpa dýfu og rétta svo úr hönd­um, frívend­ingu með bolta og „thru­sters“, sem er hné­beygja og axla­pressa, fram­kvæmt í einni hreyf­ingu.

Endaði Haraldur áttundi í þrautinni og lýkur því keppni í 8. sæti í keppni drengja 16-17 ára, en keppendurnir í fimm efstu sætunum keppa í einni þraut til viðbótar.

Var Haraldur jafn að stigum og sá sem endaði í sætinu fyrir ofan hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert