Matur hækkar um 2-7%

Það sem af er þessu ári og fram á daginn í dag, hafa innlendir matvæla-, mjólkurvöru-, drykkjarvöru- og sælgætisframleiðendur hækkað verð á framleiðslu sinni um 2% til 7%. Flestar hækkanirnar hafa verið á bilinu 2% til 5%.

Í samtölum við forstjóra Haga, Festar og Samkaupa í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að innlendir framleiðendur, birgjar og þjónustufyrirtæki, hafi gefið, sem meginskýringu á verðhækkunum sínum, launabreytingar, bæði á þessu ári og síðasta ári. Segja þeir að hækkanirnar hafi verið hófstilltar.

Jón Björnsson, forstjóri Festar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að það hefði komið honum ánægjulega á óvart, hversu hófstilltar hækkanirnar hefðu verið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert