Íslenskur maður myrtur í Svíþjóð

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. mbl.is

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var myrtur í vesturhluta Stokkhólms í Svíþjóð á mánudag. Maðurinn fannst blóðugur á tjaldstæði í borginni og staðfesti lögregla að hann hefði látist á sjúkrahúsi síðar sama dag. Aftonbladet greinir frá morðinu en í frétt blaðsins kemur ekkert fram um þjóðerni mannsins. DV segir hann íslenskan.

Í samtali við mbl.is sagði Andri Lúthersson, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu, að ráðuneytinu hefði ekki borist nein tilkynning um málið.

Vitni segja manninn hafa verið stunginn fimmtán sinnum og sleginn ítrekað með járnstöng.

Aftonbladet segir að árásarmaðurinn gangi ennþá laus og að nokkurn tíma hafi tekið að bera kennsl á líkið. Búið sé að láta aðstandendur vita. Haft er eftir vitni að mennirnir hafi rifist um dulkóðuð tölvugögn í aðdraganda árásarinnar.

Frétt Aftonbladet um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert