Handtekinn vegna heimilisofbeldis

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Tvívegis var tilkynnt um heimilisofbeldi í nótt á höfuðborgarsvæðinu.

Í fyrra skiptið, um klukkan eitt í nótt, var um að ræða heimilisofbeldi í íbúð í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þegar lögregla kom á vettvang hafi aðeins verið um ölvunarástand að ræða. Tveir aðilar í íbúðinni neituðu að fara að fyrirmælum lögreglu. Voru þeir því handteknir og vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir síðar vegna málsins.

Skömmu fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í húsi í Breiðholti. Karlmaður var handtekinn vegna málsins og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður seinna í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert