Minkafjölskylda veiddi sér til matar – myndskeið

Minkurinn hleypur með fuglinn í kjaftinum.
Minkurinn hleypur með fuglinn í kjaftinum. Ljósmynd/Einar Guðmann

Ljósmyndararnir Einar Guðmann og Gyða Henningsdóttir rákust á minkafjölskyldu veiða sér til matar við Gatklettinn á Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi í gær.

Þau voru að taka landslagsmyndir á þessum fallega stað, raunar eftir miðnætti, þegar þau sáu heila minkafjölskyldu veiða sér fugl í matinn. Náðu þau augnablikinu á myndband, eins og sjá má hér að neðan.

Einar segir þau áður hafa séð minka á Arnarstapa, en þó aldrei aðfarir sem þessar. Hann greinir frá þessu á vefsíðu þeirra, icelandinphotos.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert