Ragnheiður Sara í 2. sæti

Ragnheiður Sara í fyrstu þraut gærdagsins.
Ragnheiður Sara í fyrstu þraut gærdagsins. Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst Íslendinga í einstaklingskeppni heimsleikanna í crossfit eftir síðustu tvær þrautir dagsins, sem fram fóru í nótt. Í þeirri fyrri var keppt í frívendingu með hnébeygju (e. squat cleans) en í þeirri síðari í réttstöðu, frívendingu og jafnhöttun.

Hafnaði Ragnheiður í 3. og 17. sæti í þrautum gærdagsins og er nú í 2. sæti í kvennaflokki en var í því fjórða fyrir þær. Katrín Tanja Davíðsdóttir er ekki langt undan, eða í 4. sæti. Sigraði hún síðari þrautina í nótt en hafnaði í 14. sæti í þeirri fyrri.

Annie Mist Þórisdóttir hafnaði í 25. og 7. sæti í þrautunum og er nú í 9. sæti keppninnar og Þuríður Erla Helgadóttir er í 22. sæti, eftir að hafa lent í 13. og 30. sæti í nótt.

Í karlaflokki hafnaði Björgvin Karl í 19. sæti í hnébeygjufrívendingunum og 31. sæti í seinni þrautinni og fellur niður í 11. sæti heildarkeppninnar, en var í því fjórða fyrir daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert