Apinn í Hveragerði snýr aftur

„Hann er í öruggri vörslu,“ segir Pálmi Hilmarsson. Jobbi hefur …
„Hann er í öruggri vörslu,“ segir Pálmi Hilmarsson. Jobbi hefur í um 30 ár verið geymdur í náttúrufræðistofu Menntaskólans að Laugarvatni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hinn frægi Hveragerðisapi sem árum saman var helsta aðdráttaraflið í sunnudagsbíltúrum Íslendinga er kominn aftur fram á sjónarsviðið og verður til sýnis á Hótel Eddu í Menntaskólanum að Laugarvatni um helgina.

Eins og margir muna var apinn Jobbi fyrir margt löngu sýningardýr í gróðrarskála Pauls Michelsen í Hveragerði svo um hann spunnust margar sögur og fólk á höfuðborgarsvæðinu flykktist austur fyrir fjall til að sjá dýrið.

Það var árið 1958 sem söngkonan Elly Vilhjálms smyglaði apanum til Íslands frá Spáni. Elly og foreldrar hennar í Merkinesi á Höfnum fóstruðu Bongó, eins og hún kallaði apann, fyrstu misserin, að því er fram kemur í ævisögu Ellyjar eftir Margréti Blöndal sem kom út fyrir nokkrum árum.

Það gekk þó ekki til lengdar – og það var um 1960 sem söngkonan fól Paul Michelsen, garðyrkjubónda í Hveragerði, að annast dýrið. Michelsen nefndi apann Jobba og hann var lengi í ræktunarhúsi. Það var svo árið 1971 sem Blómaskáli Michaelsen var opnaður og þar var Jobbi sýningardýr og átti eftir að vekja hliðstæðulitla athygli fólks í fábreyttu samfélagi þess tíma, segir í umfjöllun um apann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert