Segist hafa ekið á Geirfinn

Frá réttarhöldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Frá réttarhöldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Samkvæmt viðtali við ónafngreindan mann lést Geirfinnur Einarsson í umferðarslysi þegar ekið var á hann á Keflavíkurvegi skammt frá Straumsvík.

Þetta kemur fram í viðtali við manninn í nýrri bók Ómars Ragnarssonar, Hyldýpið.

Þar viðurkennir maðurinn að hafa ekið á Geirfinn og hent líkinu í gjótu í hrauninu, að því er Rúv greindi frá.

Ómar skrifaði bókina að mestu fyrir fjórtán árum síðan. Þar tók hann viðtöl við konu og karlmann sem bæði tengjast hvarfi Geirfinns.

Ómar Ragnarsson.
Ómar Ragnarsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Frétt mbl.is: Birtir nýjar upplýsingar um Geirfinnsmálið

Maðurinn ónafngreindi er enn á lífi að sögn Ómars en hann hefur ekki talað við hann í tólf ár.  Konan er aftur á móti látin. Ómar hét fólkinu nafnleynd þegar hann ræddi við það.  

Hvorki Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, né Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafa lesið bók Ómars.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert