Þingið tekur aftur til starfa

Líf færist aftur yfir Alþingishúsið í dag þegar þingfundir hefjast …
Líf færist aftur yfir Alþingishúsið í dag þegar þingfundir hefjast eftir sumarfrí. Ómar Óskarsson

Fyrsti þingfundur eftir rúmlega tveggja mánaða sumarleyfi hefst kl. 15 í dag með óundirbúnum fyrirspurnatíma og munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðu þjóðmála. Útlit er fyrir að þetta þing verði stutt þar sem forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa boðað að kosningar fari fram 29. október.

Alþingi kom síðast saman 8. júní. Á eftir skýrslu Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við fyrirspurnir stjórnarandstöðuþingmanna til ráðherra ríkisstjórnarinnar. Össur Skarphéðinsson ber fram tvær fyrirspurnir til utanríkisráðherra, um loftferðasamning við Japan annars vegar og framsal íslenskra fanga hins vegar.

Þá spyr Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, menntamálaráðherra um læsisátak og samflokksmaður hennar, Svandís Svavarsdóttir, spyr hann um íslenskt táknmál og stuðning við það.

Dagskrá þingfundar í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert