Verður yfirheyrður á morgun

Maðurinn handtekin í dag.
Maðurinn handtekin í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður á þrítugsaldri, sem stal bifreið fyrir utan leikskólann Rjúpnahæð í Kópavogi í dag, verður yfirheyrður á morgun en ekki reyndist unnt að gera það í dag vegna annarlegs ástands hans. Tveggja ára barn í bifreiðinni þegar henni var rænt.

Maðurinn ók bifreiðinni að verslun Krónunnar í Kórahverfi og lagði henni þar. Maðurinn fór inn í verslunina en var vísað út og var hann handtekinn í kjölfarið. Faðir barnsins skildi bifreiðina eftir fyrir utan leikskólann á meðan hann fór inn til þess að sækja eldra barn sitt. Lyklanir urðu eftir í bifreiðinni sem var í gangi á meðan. Þegar hann kom út aftur var bifreiðin á bak og burt.

Mikil leit var gerð að bifreiðinni sem fannst að lokum fyrir utan verslun Krónunnar um 25 mínútum eftir að bifreiðinni var rænt. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt upplýsingum frá henni. Meðal annars fyrir nytjastuld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka