Íslenska þjóðfylkingin fær E

Íslenska þjóðfylkingin hefur fengið úthlutað bókstafnum E vegna komandi alþingiskosninga.

Flokkurinn hefur þá opnað skrifstofu að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði þar sem stuðningsmönnum og öðrum áhugasömum er boðið að hittast og ræða málin að því er segir í fréttatilkynningu.

Fimmtán lista­bók­staf­ir voru „frá­tekn­ir“ eft­ir síðustu þing­kosn­ing­ar, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu er hægt að stofna stjórn­mála­sam­tök og sækja um lista­bók­staf og bjóða fram allt að þrem­ur dög­um áður en fram­boðsfrest­ur renn­ur út og fimmtán dög­um áður en kosn­ing­ar fara fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert