Óheppilegt, ekki óvænt

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir „óheppilegt að ríkisstjórnin standi ekki öll sameinuð að baki jafn jákvæðri fjármálaáætlun“ og samþykkt var á Alþingi í fyrradag, og vísar þar til hjásetu Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um fjármálaáætlun til næstu fimm ára.

Forsætisráðherra segir í Morgunblaðinu í dag, að hjáseta ráðherra við atkvæðagreiðslu um stórt mál ríkisstjórnarinnar væri óvenjuleg, en hún hafi ekki komið á óvart. Sigurður Ingi segir að nægt svigrúm sé í fjármálaáætluninni, til að taka m.a. tillit til hugmynda sem félagsmálaráðherra hafi lagt fram.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir við Morgunblaðið um hjásetu félagsmálaráðherra: „Það er ekki til þess fallið að treysta samstarfið milli stjórnarflokka í samsteypustjórn að ráðherra styðji ekki stóru málin. Þetta er næsti bær við að styðja ekki fjárlög.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert