Hætta að anda við misnotkun fentanýls

Gríðarlega hættulegt er að misnota morfínskylda lyfið fentanýl.
Gríðarlega hættulegt er að misnota morfínskylda lyfið fentanýl. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gríðarlega hættulegt er að misnota morfínskylda lyfið fentanýl. Lyfið getur bælt öndunina og þannig gert það að verkum að sá sem notar of mikið af því missir meðvitund. Fentanýl kemur í forðaplástrum sem settir eru á húð en þau sem misnotað það leysa efnið upp, reykja það eða setja út í te. Þetta segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, í samtali við mbl.is.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns um helgina tengist neyslu fentanýls. Hann lést á heimili sínu eftir að hafa verið á skemmtistað í miðborginni með félaga sínum á laugardagskvöldið. Félagi hans missti meðvitund (fór í hjartastopp) á skemmtistaðnum. Lögreglan rannsakar nú hvort mennirnir hafi verið að neyta fentanýls.

Valgerður segir að ekki sé algengt að lyfið sé misnotað hér á landi en þó komi alltaf upp nokkur tilvik. Hún segir að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir hættunni sem fylgir misnotkun fentanýls. Þegar lyfið er notað með þessum hætti, af einhverjum sem hefur ekki fengið lyfið frá lækni vegna verkja, hefur viðkomandi ekki hugmynd um þol líkamans gagnvart því.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var hinn látni rúmlega tvítugur. Félagi hans hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 

Frétt mbl.is: Rannsaka andlát ungs manns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert