Landsbréf bjóða 750 milljónir

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þau tilboð sem bárust í jörðina Fell við Jökulsárlón fyrir fund landeigenda hjá sýslumanninum á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði hafa verið sett til hliðar.

Tilboðsgjafar gátu að mati sýslumanns ekki lagt fram nægilega staðfestingu á að fjármögnun lægi fyrir eða nægilegt eigið fé, eins og áskilið var í uppboðsskilmálum.

Tilboðin voru á bilinu 1 til 1,5 milljarðar króna. Á fundi landeigenda hjá sýslumanni í gær kom fram nýtt tilboð. Það er frá Landsbréfum og hljóðar upp á 750 milljónir króna. Því fylgdu fullnægjandi greiðslutryggingar, að mati sýslumanns. Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður á Selfossi, sem vinnur að sölunni, segir að tilboðið sé of lágt miðað við fyrri tilboð og væntingar landeigenda. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess að svo stöddu. Málinu var frestað um ótiltekinn tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert