Sigurður Hólm sækist eftir 2.-3. sæti

Sigurður Hólm Gunnarsson.
Sigurður Hólm Gunnarsson.

Sigurður Hólm Gunnarsson býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sigurður er fæddur 1976, er iðjuþjálfi að mennt og starfar sem forstöðumaður hjá Barnavernd Reykjavíkur.

Sigurður er jafnframt ritstjóri Skoðunar.is og situr í stjórn Siðmenntar - félags siðrænna húmanista á Íslandi.

Í tilkynningu frá Sigurði segir m.a. að hann vilji stuðla að því að jafnaðarmannaflokkur Íslands tali af festu og heilum hug fyrir jafnaðarstefnunni. „Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag tökum ákvörðun um hvort við ætlum að skapa samfélag fyrir alla eða fyrir fáa útvalda.“

„Jafnaðarmannaflokkur Íslands er, eða á að vera, frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem skilgreinir sig til vinstri og leitast við að vinna með öðrum umbótaröflum. Vaxandi misskipting er siðferðilega röng. Hún leiðir til sóunar, umhverfisspjallla, átaka og eymdar.

Ég vil stuðla að því að Samfylkingin berjist af fullum krafti gegn uppgangi fordóma og hatursorðræðu,“ segir Sigurður.

Framboðssíða Sigurðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert